Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Yfirstandandi framkvæmdir við Mýrarhúsaskóla:

25.5.2018

Eins og margir Seltirningar hafa tekið eftir þá standa nú yfir framkvæmdir við Mýrarhúsaskóla. Annars vegar er verið er að útbúa sleppistæði Nesvegsmegin fyrir foreldra og forráðamenn sem keyra og sækja börn sín í skólann. Hins vegar vörumóttöku og sorpgerði með aðkomu inn á svæðið frá Hrólfskálamel. 

Langur aðdragandi er að þessum framkvæmdum og bestu lausninni varðandi hönnun og útfærslu en tilgangurinn er að draga úr umferð í kringum skólalóðina og helstu gönguleiðir barnanna til að tryggja öryggi þeirra sem og að flýta fyrir umferð við skólann á álagstímum. 

Framkvæmdin er í samræmi við umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar og unnin í samráði við skjólastjórnendur auk þess sem foreldrar í skólaráði skólans fengu kynningu á fyrirætlunum. Meðfylgjandi teikningar og loftmyndir gefa mynd af því sem um ræðir, Áætlað er að framkvæmdum ljúki í lok júní.

Loftmynd af Mýrarhúsaskóla

Sleppistæði við Mýrarhúsaskóla

Sleppistæði við Mýrarhúsaskóla

Loftmynd af Mýrarhúsaskóla


Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: