Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Handverkssýning eldri borgara á Seltjarnarnesi

25.5.2018

Handverkssýning eldri borgara 2018Verið hjartanlega velkomin á einstaka handverkssýningu eldri borgara á Nesinu sem haldin verður í aðstöðu félagsstarfsins að Skólabraut 3 - 5 föstudag, laugardag og sunnudag þ.e. 25.-27. maí frá kl. 13.00-18.00. Sérstök athygli er vakin á vöfflukaffi sem verður alla dagana og á kjördag er því tilvalið að kjósa og koma koma svo á sýninguna í vöfflur og kaffi :) 

Á sýningunni verða sýndir munir sem unnir hafa verið í handavinnunni í vetur t.d. útsaumaðir púðar, dúkar, barnaföt og teppi í öllum stærðum og gerðum. Einnig verða til sýnis munir sem unnir hafa verið á námskeiðum í leir, gleri og bókbandi sem og verk frá timburmönnum. Á sýningunni verður einnig sölubás þar sem hægt verður að kaupa fallegt handverk og aðra muni. 

Allir velkomnir!

  Handverkssýning eldri borgara 2018 Handverkssýning eldri borgara 2018

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: