Reykjavíkurmararþon 2018
Vekjum athygli á Reykjavíkurmaraþoninu á morgun laugardag en þá fyllist Nesið af vanda af duglegum hlaupurum og hressum íbúum að hvetja.
Athugið að lokað verður fyrir bílaumferð fyrir hádegi eða hún mjög takmörkuð á hlaupagötunum og þar um kring. Íbúar eru hvattir til að virða lokanirnar sem og að færa bíla sína inn í innkeyrslur og frá aðalhlaupaleiðinni.
Hvetjum íbúa sem ekki hlaupa ennfremur til að taka þátt í stemningunni, hvetja og hafa gaman.