Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

SALT OG SANDUR FYRIR ÍBÚA AÐ SÆKJA SÉR

28.12.2018

SALT OG SANDUR FYRIR ÍBÚA AÐ SÆKJA SÉR
Eins og Seltirningar hafa tekið eftir er stundum lúmsk og mikil hálka á götum og gangstéttum bæjarins þegar þannig viðrar. Starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar reyna eftir fremsta megni að bregðast fljótt við og salta eða sanda þar sem þörf er á. Eins og gefur að skilja og því miður þá geta þeir ekki verið alls staðar alltaf þar sem að hálkublettir myndast því aðstæður geta breyst hratt og oft innan klukkutíma. Svæðin í kringum skólana og íbúðir aldraðra eru ávallt í forgangi. Gulu saltkisturnar með skóflum ofan í eru að vanda víðsvegar um Seltjarnarnesið sem íbúum er frjálst að taka salt úr þeim til að dreifa í sínu nærumhverfi eða þar sem að viðkomandi þarf á að halda. Við þjónustumiðstöðina, Austurströnd 1 er einnig hægt að ná sér í sand. Gulu kisturnar eru mjög áberandi og hægt að finna þær á eftirtöldum stöðum :

Við Þjónustumiðstöðina á Austurströndinni 1
Við hringtorg við heilsugæsluna
Við gangbraut á Kirkjubraut
Á horninu á Nesvegi og Suðurströnd á móts við kaffihús
Í brekkunni við Hrólfskálavör
Efst á Vesturströnd
Neðst á Vesturströnd
Neðst á Víkurströnd
Við Bílaplan leikskóla
Við íþróttamiðstöð
Við beyju efst á Skerjabraut 
Við torgið í Tjarnarmýri

Þjónustumiðstöð hvetur íbúa eindregið til þess að aðstoða með því að dreifa salti á viðeigandi staði þegar vart verður við erfiða hálku og þakkar fyrirfram fyrir þá hjálp.

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: