Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Umgengni um opin svæði og nytjagáma til mikillar skammar

14.5.2019

Rusl á EiðistorgiÁ Seltjarnarnesi eins og svo víða er umgengni á opnum svæðum og um nytjagáma oftar en ekki til mikillar skammar. Bæjaryfirvöld vilja koma þeim tilmælum til bæjarbúa að virða umhverfið og ganga betur um. Rusl á að fara ofan í viðeigandi gáma en ekki fyrir framan þá eins og sjá má á myndum sem teknar voru í morgun, oft er ástandið verra og fólki verulega misboðið. Vilji þannig til að gámur sé fullur þá er stutt að fara í Sorpu á Grandanum.

Umgengni inni og við Eiðistorgið sjálft hefur sömuleiðis verið í miklum ólestri og erfitt við það að ráða. Dag eftir dag er búið að færa til bekki og rusl skilið eftir út um allt þrátt fyrir að bærinn sé alltaf að fjölga ruslafötum inni á torginu.

Tökum höndum saman og setjum ruslið á réttan stað okkur öllum til sóma ... og bendum líka á réttar leikreglur ef við sjáum einhvern/ja stytta sér leið í þessum efnum!

Rusl á Eiðistorgi

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: