Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

 Útboð – endurskoðun hjá Seltjarnarnesbæ 

3.6.2019

Seltjarnarnesbær óskar eftir tilboði í endurskoðun á ársreikningum bæjarsjóðs Seltjarnarnesbæjar og stofnana hans fyrir árin 2019 - 2022.

Um eftirfarandi stofnanir er að ræða:

A hluti: Aðalsjóður, eignasjóður, framkvæmda- og þjónustumiðstöð

B hluti: Hitaveita, vatnsveita, fráveita, félagslegar íbúðir, dvalar- og hjúkrunarheimili.

Endurskoðunin er boðin út til fjögurra ára og lýtur að endurskoðun ofangreindra stofnana.

Útboðsgögn verða seld í þjónustuveri bæjarins að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi, frá kl. 13:00 þriðjudaginn 4. júní 2019. Verð 5.000 kr.

Tilboð verða opnuð í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, föstudaginn 28. júní 2019 kl. 11:00 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þar mæta.

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: