Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Röskun á umferð laugardaginn 24. ágúst vegna Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

23.8.2019

Á morgun, laugardaginn 24. ágúst verður hið árlega Reykjavíkurmaraþon þar sem hlaupið er hringinn í kringum Seltjarnarnesið vanda. Það er viðbúið að mikil stemning verði á götum bæjarins á milli enda Seltirningar þekktir fyrir að taka vel á móti hlaupurunum og hvetja þá með klappi, köllum, tónlist og jafnvel veitingum.

Gert er ráð fyrir röskun á umferð á milli kl. 8.40-12.00 þegar að hlauparar verða á ferðinni á götum bæjarins þ.e. um Nesveg, Suðurströnd, Lindarbraut og Norðurströnd. Ráðgert er að mesti fjöldinn hlaupi hér um á milli kl. 8.58-10.50.

Hlaupið verður um Seltjarnarnesið í 10km, 21km og fyrstu 8 km í 42km hlaupinu en hlauparar í heilmaraþoni koma hingað einungis í fyrri hringnum þar sem að hlaupaleiðinni hefur verið breytt. Allar nánari upplýsingar um hlaupaleiðir og truflun á umferð (lokanir eða einstefna) má sjá á vef Reykjavíkurmaraþonsins https://www.rmi.is/

Kort af leiðum ReykjavíkurmararþonsSenda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: