Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Tilkynning frá Hitaveitu Seltjarnarness um verkframkvæmdir á Hæðarbraut

18.10.2019

Ágætu íbúar, 

ákveðið hefur verið að endurnýja stofnlagnir hitaveitu, þ.e. framrás og bakrás, í Hæðarbrautinni milli Miðbrautar og Melabrautar.

haedarbraut

Um töluverða framkvæmd er að ræða og munu íbúar verða fyrir einhverjum óþægindum á meðan að á framkvæmdatíma stendur. Verk er að hefjast og áætlaður verktími eru nokkrar vikur.

Þar sem nokkur mengun/rykmengun verður við svona framkvæmd vegna vélavinnu, sögunar og graftrar er íbúum bent á að loka gluggum snúi þeir í átt að verkstað sé þess nokkur kostur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda. 

Ef nánari upplýsinga er óskað vinsamlega hafið samband við undirritaðan.


Virðingarfyllst,

f.h. Hitaveitu Seltjarnarness 

Gísli Hermannsson 

hitaveitustjóri

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: