Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

TILKYNNING TIL ÍBÚA VEGNA ÓVEÐURS

10.12.2019

Vinsamlega athugið að appelsínugul viðvörun sem gefin var út af veðurstofu og Almannavarnarnefnd í gær gildir enn í dag þriðjudaginn 10. desember frá kl. 15.00 í dag og gildir gul viðvörun frá kl. 13.00-15.00.

Neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar kom saman til fundar í morgun vegna væntanlegs óveðurs í dag. Á fundinum var eftirfarandi staðfest og ákveðið:

Leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli og frístundaheimili loka kl.15.00. Bókasafn, sundlaug, íþróttamiðstöð, skrifstofa félagsþjónustu og bæjarskrifstofa loka kl.14.00. Þjónustumiðstöð lokar kl.14.00 en neyðarvakt bæjarins mun svara í síma 897 0005. Í neyðartilvikum er fólki bent á að hringja strax í 112. Neyðarstjórn bæjarins verður í viðbragðsstöðu svo lengi sem þörf krefur og er í beinu sambandi við Aðgerðarmiðstöð Almannavarna.

Eftirfarandi upplýsingar og tímasetningar varðandi Seltjarnarnes eru ítrekaðar hér:

 • Börn séu ekki ein á ferli eða utandyra eftir kl.13.00.
 • Foreldrar leikskólabarna sæki börn sín fyrir kl.15.00.
 • Foreldrar yngri grunnskólabarna sæki börn sín strax að skóladegi loknum eða fyrir kl.15.00.
 • Eldri grunnskólanemendur fari beint heim að skóladegi loknum, foreldrar eru beðnir um að sjá til þess að þeir    séu ekki á ferli eftir kl.15.00.
 • Skjól og Frístund loka kl.15.00 og foreldrar sæki börn sín fyrir þann tíma.
 • Tónlistarskóli lokar kl.15.00 og foreldrar sæki börn sín fyrir þann tíma.
 • Akstursþjónusta fatlaðra ekur heim skólabörnum sem þeirrar þjónustu njóta, strax að skóladegi loknum.
 • Félagsmiðstöðin Selið er lokuð í dag.
 • Félagsstarf eldri bæjarbúa fellur niður frá hádegi í dag.
 • Bókasafn, sundlaug og íþróttamiðstöð loka kl.14.00 í dag.
 • Allt íþróttastarf á vegum Gróttu fellur niður eftir hádegi í dag.
 • Einstaklingar í dagvist á Seltjörn hjúkrunarheimili verða sóttir í hádeginu.
 • Heimaþjónusta gengur samkvæmt áætlun í dag en gera má ráð fyrir töfum á morgun.
 • Þjónustumiðstöð bæjarins verður á bakvakt.

Gangi spár eftir sem horfir er gert ráð fyrir því að veðurofsinn skelli fyrst á Seltjarnarnesi. Vegna hárrar sjávarstöðu, vindáttar og hvassviðris má gera ráð fyrir að sjór gangi yfir Norðurströnd, vegfarendur eru því hvattir til að fara gætilega og jafnvel velja aðra leið ef þess er kostur. Hætt er við foktjóni og fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum, fylgjast vel með og sýna varkárni í hvívetna. Gert er ráð fyrir samgöngutruflunum á meðan að veðrið gengur yfir.

Íbúar eru ennfremur beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum og hlýða fyrirmælum og tilmælum Veðurstofu, lögreglu og almannavarna. Enginn að vera á ferli eftir kl. 15.00 nema brýna nauðsyn beri til. 

Athugið að ekki er gert ráð fyrir röskun á skólastarfi á morgun, miðvikudaginn 11. desember samkvæmt núgildandi veðurspá sem gildir til 07:00 í fyrramálið. Verði breyting þar á, verður foreldrum tilkynnt það sérstakalega.

Hægt er að fylgjast með nýjustu upplýsingum um veður og færð á: https://www.vedur.is/vidvaranir

Upplýsingar af vef slökkviliðsins um almenn tilmæli er varða röskun á skólastarfi: http://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/

ENGLISH:

Schools and leisure activities in Seltjarnarnes will be disrupted because of an orange storm warning today Dec. 10. Children should not be outside after 13:00. Authorities urge people to pick up their children as soon as School is finished, at 15.00 the latest.

All leisure activities will be cancelled after 15:00 as well as schools, kindergarten, music school and youth center. All the institutions of Seltjarnarnesbær will be closed after 14:00. In emergency due to weather call 112.

Disruption of School operations: http://shs.is/index.php/fraedsla/disruption-of-school-operations/


Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: