Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Sorphirða um jólahátíðina 2019

17.12.2019

Til upplýsinga þá munu starfsmenn Terra tæma sorptunnur bæjarbúa dagana 23, 24, 27, 28 og 29 desember skv. sorphirðudagatali bæjarins. Bæði verður almenna sorpið losað sem og pappírstunnurnar tæmdar en það er viðbótarþjónusta til að koma til móts við aukið sorp á þessum árstíma. Íbúum er jafnframt bent á gámastöðvarnar á Eiðistorgi og á Sorpu Granda ef fyrrgreind losun dugar ekki til og tunnurnar fyllast fljótt eins og við er að búast.

Athugið - það er algjörlega óheimilt að setja flugelda í pappírstunnurnar, sé slíkt gert þá tæmir Terra þær ekki.

Gleðilega hátíð.


Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: