Innritun barna fædd 2014 að hefjast í Grunnskóla Seltjarnarness
Innritun 6 ára barna (fædd árið 2014) og eiga að hefja skólagöngu haustið 2020 fer fram dagana 20.-24. janúar næstkomandi fyrir Grunnskóla Seltjarnarness.
Sömu daga fer fram innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Seltjarnarness eða koma úr sjálfstætt starfandi skólum.
Innritun í Grunnskóla Seltjarnarness fer fram í gegnum vefgátt bæjarins, Mínar síður, á slóðinni www.seltjarnarnes.is
Nánari upplýsingar og aðstoð veitir starfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness í síma 5959200. Fyrirspurnir er einnig hægt að senda á netfangið grunnskoli@grunnskoli.is
Skólaskrifstofa Seltjarnarnesbæjar