Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Gul viðvörun tekur gildi laugardagskvöldið 18. janúar

18.1.2020

Vakin er athygli á slæmu veðurútliti, en í kvöld laugardaginn 18. janúar og nótt (aðfaranótt sunnudags) er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi á höfuðborgarsvæðinu með talsverðri rigningu og hlýnandi veðri. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó.

Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns og er fólk eindregið hvatt til þess.

Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður hvassvirði/stormur frá kl. 23 í kvöld og fram til kl. 6 í nótt (aðfaranótt sunnudags) og gildir þá gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið á sama tíma.

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: