Tilkynningar
Starfsdagur / lokanir mánudaginn 16. mars vegna útfærslu samkomubanns:
Mánudaginn 16. mars verða leik- og grunnskólar Seltjarnarness lokaðir vegna starfsdags í tengslum við útfærslu samkomubanns stjórnvalda. Sama gildir um Skjól og Frístund, tónlistarskólann, sundlaugina og íþróttamiðstöðina. Nánari tilkynningar verða sendar út þegar líður á morgundaginn.