Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Aukið magn blautklúta í fráveitu með tilheyrandi bilunum og kostnaði

23.3.2020

Samkvæmt tilkynningu frá Veitum eru nú gríðarlegt magn af rusli að berast í hreinsistöðvar fráveitu Veitna í Klettagörðum og í Ánanaustum. Svo virðist sem magn blautklúta, sem hent er í salerni, hafi aukist margfalt undanfarna daga og skapar það mikið álag á allan búnað hreinsistöðva og starfsfólk. Mikil vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu og þegar álag er mikið aukast líkur á bilunum í búnaði með tilheyrandi afleiðingum.

Við hvetjum fólk til að nota ekki klósettin sem ruslafötur. Blautklútar, hvort sem þeir eru notaðir á andlit og líkama eða til þrifa og sótthreinsunar, eiga heima í ruslinu.


https://www.veitur.is/frett/aukid-magn-blautkluta-i-fraveitu?fbclid=IwAR0UDOeTr3WNicdRe3OcHpF-tFxy9NW5SkNNy8DLNBCU8URW9qUC7bcS4og


Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: