Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Sjóíþróttir óheimilar á Seltjörn við Gróttu á varp- og uppeldistíma fugla frá 1. maí - 1. ágúst ár hvert

30.4.2020

Bæjarstjórn hefur á fundi sínum þann 29. apríl 2020 samþykkt tillögu umhverfisnefndar þess efnis að óheimilt verði að stunda sjóíþróttir á Seltjörn við Gróttu frá 1. maí - 1. ágúst ár hvert til að skapa nauðsynlegt næði á varp- og uppeldistíma fugla. Svæðið nær frá Ljóskastarahúsi í Suðurnesi að Gróttu. Fjaran við Seltjörn (Kotagrandi) er opin almenningi til útivistar eins og ávallt.

Seltjörn


Seltjörn er afar mikilvæg fuglalífi á og við Seltjarnarnes og því full ástæða til að gæta að áhrifum umgengni þar á varp- og uppeldistíma unga. Áhrif af sjóíþróttagreinum eru veruleg en breytileg eftir tegundum fugla eins og rannsóknir hafa sýnt á hliðstæðum svæðum. Seltjörn er umlukin fjölbreyttum fjörum, þangfjörum, fjörupollum, sandfjörum, leirum og setmyndunum, fjörumó og jökulseti. Seltjörn er varin úthafsöldu af rifi. Seltjörn er grunn, lífrík sjávarvík og mikil fæðuuppspretta fyrir unga jafnt sem fullvaxta fugla og þar eru hagstæð skilyrði fyrir uppeldi ungviðis. 

Íbúar og aðrir vegfarendur eru hvattir til að ganga vel um friðlandið og gefa fuglunum næði á varptímanum.


Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: