Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Opinn íbúafundur um umferðaröryggismál í Mýrunum

8.6.2020

Seltirningar eru boðnir velkomnir á íbúafund þann 15. júní kl. 17:30 um umferðaröryggismál í Mýrunum og þá hugmynd íbúa í hverfinu að breyta götunum í vistgötur eða bæta umferðaröryggi með öðrum hætti.

Dagskrá fundarins:

  • Ragnhildur Jónsdóttir, formaður skipulags- og umferðarnefndar setur fundinn.
  • Dr. Haraldur Sigþórsson, umferðarverkfræðingur, stundakennari við Háskólann í Reykjavík og ráðgjafi hjá verkfræðistofunni VHS ehf. kynnir fyrir íbúum kosti og galla vistgatna og annarra valkosta til að bæta umferðaröryggi í Mýrunum.
  • Opið fyrir fyrirspurnir og umræður.

Allir hjartanlega velkomnir!

Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarness


Íbúafundur

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: