Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Friðlandið Grótta lokuð til 31. júlí vegna fuglavarpsins skv. ákvörðun Umhverfisstofnunar

21.7.2020

Umhverfisstofnun hefur gert úttekt á fuglavarpi á svæðinu og hefur ákveðið að framlengja lokun friðlandsins Gróttu í Seltjarnanesbæ fyrir umferð gesta frá 20. júlí til 31. júlí 2020. 

Umrætt svæði er skilgreint sem friðland skv. auglýsingu nr. 13/1984. Samkvæmt auglýsingunni er umferð óviðkomandi fólks bönnuð á tímabilinu 1. maí til 15. júlí. Umhverfisstofnun telur mikilvægt að framlengja lokunina þar sem hætta er á verulegri röskun á fuglalífi ef svæðið verður opnað á þeim tíma sem tilgreindur er í auglýsingunni, enda um viðkvæmt tímabil fuglalífs að ræða. Svæðið nálægt Gróttu, sem og Grótta er vinsælt útivistarsvæði og því mikilvægt að bregðast við sem fyrst.

Samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 getur Umhverfisstofnun takmarkað umferð eða lokað viðkomandi svæði vegna sérstaklega viðkvæms ástands náttúru.

Friðlandið Grótta

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: