Lindarbrautin lokar og verður malbikuð fimmtudaginn 15. október
Unnið verður við malbikun á Lindarbraut á Seltjarnarnesi á morgun fimmtudaginn 15. október. Gatan verður lokuð frá kl. 8:00 og fram eftir kvöldi, framkvæmdirnar byrja Norðurstrandarmegin og því má gera ráð fyrir að hægt verði að keyra inn í Bollagarða og Hofgarða eftir kl. 15 ef allt gengur vel. Meðfylgjandi lokunarplan má sjá á myndinni.
Athugið að Strætó mun ekki keyra um Lindarbrautina og er vísað á www.straeto.is varðandi akstur þeirra á Seltjarnarnesi á morgun.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum og raski sem þessar framkvæmdir kunna að valda.
Sviðstjóri skipulags- og umferðarsviðs.
Einar Már Steingrímsson.