Tilkynningar
Skráningarskylda hunda er nauðsynleg og lausaganga er bönnuð

Hundaeigendur athugið að skylt er að skrá hunda hjá Seltjarnarnesbæ, skráningareyðublað má finna á mínum síðum á heimasíðu bæjarins.
Að gefnu tilefni er áréttað að lausaganga hunda er bönnuð í Seltjarnarnesbæ og að á almannafæri er hundaeiganda skylt að fjarlægja saur eftir hund/hunda sína á tryggilegan hátt. Um skyldur hundaeigenda almennt, eftirlit með hundahaldi og fleira er nánar fjallað í samþykkt um hundahald í Seltjarnarneskaupstað nr. 579/2008, sem hægt er að nálgast á heimasíðu bæjarins.
Hægt er að koma fyrirspurnum og ábendingum á framfæri á netfangið postur@seltjarnarnes.is.
Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Seltjarnarnesbæjar í síma 595 9100.