Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Álagning fasteignagjalda sem frestuðust í vor vegna Covid19 koma til gjalda nú í desember og janúar

17.11.2020

Þann 31. mars sl. samþykkti bæjarráð sameiginlega tillögu sveitarfélaga höfuðborgarsvæðinu að fresta eindögum fasteignagjalda með eindaga í apríl og maí 2020 en það var gert til að veita íbúum meira svigrúm í ljósi áhrifa COVID-19 faraldursins. Eindögum fjórða og fimmta gjalddaga fasteignagjalda var frestað fram til loka árs 2020 og byrjun árs 2021. Eindagi gjalddagans 15.4.2020 var færður til  15.12.2020 og eindagi gjalddagans 15.5.2020 til 15.1.2021. 

Aðrir gjalddagar voru með mánaðargreiðslufrest líkt og venjulegt er. 


Hér má sjá tilkynningu þessa efnis frá því í lok mars:

http://www.seltjarnarnes.is/frettirogutgefidefni/frettir/nr/11384

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: