Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

GUL veðurviðvörun frá kl. 09:00 í dag til 05:00 á morgun föstudag

26.11.2020

Gul viðvörun
GUL veðurviðvörun er í dag fimmtudaginn 26. nóvember frá kl. 09:00 til kl. 05:00 föstudaginn 27. nóvember. Sjá nánari upplýsingar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd.

Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.

Nánari upplýsingar um röskun á skólastarfi er að finna hér: https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: