Jólatré verða hirt 7. janúar og 11. janúar
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar verða á ferð um bæinn fimmtudaginn 7. janúar og mánudaginn 11. janúar til að hirða jólatré. Þeir sem vilja nýta sér þjónustuna er því bent á að setja jólatré á áberandi stað út fyrir lóðamörk á þeim tíma og skorða þau vel eða binda þau við girðingu svo þau fjúki ekki.
Þeir sem vilja losna við tré á öðrum tímum er góðfúslega bent á endurvinnslustöð Sorpu.