Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Heita vatnið á Seltjarnarnesi komið á.

28.7.2021

Heita vatnið á Seltjarnarnesi komið á.

Heita vatnið var tekið af Seltjarnarnesi 27 júlí vegna umfangsmikilla viðgerða staðið hefur til að fara í þessa viðgerð lengi og komu margir aðilar að því verkefni.

"Nú er þetta loks búið í bili og allt vatn komið á og við Jón loks farnir heim Það þarf að gera smotterí í viðbót en allt þetta stóra er búið og ekki búist við að loka þurfi fyrir vatn til að fullklára verkið, sumu hefur ekki verið hreyft við í 49 ár. Við fengum öflugan 12 manna verktakahóp í lið með okkur og sá sem stóð lengstu vaktina var í 39 klt samfleytt. Allir hafa lagt allt á sig til að verkinu gæti lokið á sem skemmstum tíma. Vil þakka bæjarbúum fyrir skilninginn og umburðarlyndið að vera án heita vatnsins í svo langan tíma og það er gott hversu örfáir hringdu, því það hefði aðeins tafið verkið enn meira. Fyrir hönd Hitaveitu Seltjarnarness, biðjumst við enn og aftur afsökunar á hverju því ónæði sem þessar endurbætur og viðhald kunna að hafa valdið"

kveðja frá Antoni og Jóni.

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: