Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Kaldavatnsleki við gatnamót Eiðsgranda, Norður- og Suðurstrandar 

12.11.2021

Lagfæring vegna kaldavatnsleka við gatnamót Eiðsgranda, Norður- og Suðurstrandar fer fram í næstu viku. Um er að ræða einu kaldavatnsæð Seltjarnarnesbæjar og hefur vðgerð tafist þar sem að fyrst þurfti að hringtengja Seltjarnarnes við vatnsæð á mótum Nesvegar og Granaskjóls. Sú tenging hefur það í för með sér að loks verða tvær kaldavatnsæðar inn á kerfi Seltjarnarnesbæjar. Án hennar hefði þurft að taka kalda vatnið af öllu Seltjarnarnesi þegar að fyrrgreind viðgerð fer fram. Þar til að viðgerð hefur farið fram munu starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar hreinsa og salta gatnamótin til að ekki myndist hálka.

Gatnamót

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: