Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Hrólfsskálamelur Seltjarnarnesi

4.3.2013

Seltjarnarneskaupstaður býður til sölu leigulóðarréttindi og byggingarétt fyrir fjölbýlishús og bílageymslu á leigulóð við Hrólfsskálamel 1-7 á Seltjarnarnesi. Hinu selda fylgir einnig aðgangur að bílastæðahúsi og réttur til að halda áfram með byggingu bílastæða í kjallaranum vegna hússins nr. 1-7. Einnig fylgir eignarhlutdeild að sameiginlegum rýmum í bílastæðakjallaranum sem er 35,85% og inniheldur m.a. sprinklerherbergi, geymslu, húsvarðaraðstöðu og spennistöð.Gert er ráð fyrir því að byggð verði 1,5 bílastæði í bílakjallara fyrir allar þær íbúðir sem byggðar verða í húsinu nr. 1-7. Þegar hafa verið byggð á heildarlóðinni nr. 1-16 ofanjarðarbílastæði sem hlutdeild fylgir í.

Hlutdeild í heildarlóðinni nr. 1 – 16 við Hrólfsskálamel er 35,85% sem jafngildir 5.973 fm í lóð og er hámarksbyggingarréttur á lóðinni nr. 1-7 alls 4.087 fm. Gert er ráð fyrir að byggja megi 31 íbúð á lóðinni nr. 1- 7 en möguleiki er á að byggja fleiri íbúðir ef tilskilin leyfi fást. Þegar hafa verið samþykktar teikningar af 28 íbúða húsi á reit 1-7 í byggingarnefnd bæjarins.

Umsækjendur skulu geta sýnt fram á að þeir hafi fjárhagslega getu til að standa undir kostnaði við öflun lóðar og byggingu húss í samræmi við þau viðmið, sem bæjarstjórn setur.
Seltjarnarnesbær áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.
Allar nánari upplýsingar veitir Þórður Búason skipulags- og byggingafulltrúi Seltjarnarnesbæjar

Umsóknarfrestur er til kl. 12:00, 15. mars 2013 og skal tilboðum skilað á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness merkt: Hrólfskálamelur 1-7. 
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: