Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Tölvunámskeið fyrir 60 ára og eldri

3.6.2015

Ágætu Seltirningar
Seltjarnarnesbær heldur tölvunámskeið fyrir 60 ára og eldri.

Á námskeiðinu verður kennt á forritið Word, fara inn á veraldarvefinn, senda tölvupóst og ýmislegt fleira sem gæti verið hentugt að kunna. Áhersla verður lögð á að þekking aukist svo að hægt sé að nota tölvuna sem afþreyingar- og samskiptatæki.

Í boði verða 3 grunnnámskeið, sem henta vel fyrir þá sem hafa litla sem enga reynslu af tölvum. Þau verða haldin:

·         8. til 18. júní

·        22. júní til 2. júlí

·         6. til 16. júlí

Einnig ætlum við að bjóða upp á eitt framhaldsnámskeið, sem hentar vel fyrir þá sem hafa náð góðum tökum á ofantöldum atriðum. Það verður haldið:

·         20. júlí til 30. júlí

Hvert námskeið er 2 vikur í senn og er kennt frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 10 til 12.

Seltjarnarnesbær býður upp á þessi námskeið þér að kostnaðarlausu og er kennslan í höndum sumarstarfsmanna bæjarins.

Námskeiðin verða haldin í tölvuveri Mýrarhúsaskóla.

Skráning fer fram í síma 5959-100 í þjónustuveri Seltjarnarnesbæjar.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Leiðbeinendur tölvunámskeiðsins

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: