Byggingararfur Seltirninga - Pétur H. Ármannsson
Hinn kunni fræðimaður og arkitekt Pétur H. Ármannsson flutti á vordögum erindi um þróun byggingarlistar og byggingarstíl Seltirninga allt frá fyrstu byggð til dagsins í dag. Pétur ræðir um efnið í máli og myndum en fyrirlestur hans ber yfirskriftina Byggingararfur Seltirninga. Fyrirlesturinn var haldinn í tilefni af 40 ára kaupstaðarafmæli Seltirninga.
Hér má hlusta og horfa á fyrirlesturinn í heild sinni og jafnframt skoða glærurnar af pdf skjali.