Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Máttur íslenskra lækningajurta - Nesstofa

25.9.2014

Áhrifamáttur íslenskra jurta hefur löngum verið mönnum hugleikinn og fjölmargir sem hafa rannsakað og reynt lækningamátt þeirra. Ein þeirra er Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir úr Reykjanesbæ en hún mun deila þekkingu sinni á íslenskum lækningajurtum og veita gestum innsýn í  heim grasalækninga næstkomandi laugardag, 27. september, kl. 15 í tengslum við sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur, Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur í Nesstofu á Seltjarnarnesi. 


Þá mun Ásdís Ragna einnig fjalla um áhrif og notkun íslenskra jurta og heildræn áhrif  þeirra á heilsu fólks. Vert er að minna á að við hlið Nesstofu stendur Urtagarðurinn í Nesi en þar er að finna safn jurta sem ýmist hafa gegnt hlutverki í lækningum eða verið nýttar til næringar og heilsubóta.
 
Sýningin í Nesstofu er opin laugardaga og sunnudaga kl. 13-17 til 12. október. Aðrir viðburðir tengdir sýningunni eru erindi Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings um náttúrugen mannsins lögmál og kenningar stjörnuspeki laugardaginn 4. október kl. 15 og leiðsögn Kristínar Gunnlaugsdóttur laugardaginn 11. október kl. 15.Sýningin er unnin í samstarfi við Seltjarnarnesbæ í tilefni af fjörutíu ára afmæli bæjarins og Þjóðminjasafnið. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: