Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Málarinn og sálmurinn hans um litið - kvikmyndasýning á Listahátíð Seltjarnarneskirkju

1.10.2014

Kvikmyndin "Málarinn og sálmurinn hans um litinn" verður næsti viðburður Listahátíðar Seltjarnarneskirkju 2014 kl. 20 í kvöld, miðvikudag 1. okt. Kvikmyndasýningin tengist myndlistarsýningunni sem nú stendur yfir í kirkjunni og hægt er að skoða við sama tækifæri. Aðgangur er ókeypis.

Erlendur Sveinsson segir um kvikyndina:

Framundan er sýning kvikmyndar minnar „Málarinn og sálmurinn hans um litinn“ í kjallarasal Seltjarnarneskirkju n.k. miðvikudagskvöld kl. 20:00. Kvikmyndasýning þessi er liður í Listahátíð Seltjarnarneskirkja og eins konar eftirfylgd við sýningu Sveinssafn í kirkjunni sem nefnist „Sálmurinn um litinn“ sem skírskotar til titils kvikmyndarinnar. 

Kvikmyndin var sýnd í Háskólabíói á sínum tíma (nóvember 2001) af 35mm filmu enda gerð með bíótjald í huga. Kvikmyndatöku annaðist Sig. Sverrir Pálsson. Sveinn Björnsson leikur sjálfan sig en Helga Jónsdóttir hulduna hans. 

Myndin fjallar með vissum hætti um dauða og upprisu í listinni og er 113 mín löng. Frásagnarhátturinn er á mörkum heimildarmyndar og leikinnar myndar, sennilega nær leiknu myndinni. Í Málaranum varð seinni atrenna passíusálma Sveins Björnssonar gerð og í henni var altaristöflumynd Krýsvíkur máluð eftir að listamaðurinn hafði notið leiðsagnar listagyðju sinnar í draumi. Þannig styður myndin við sýninguna í Seltjarnarneskirkju þar sem Passíusálmarnir eru þungamiðjan, þótt listamanninum hafi ekki auðnast að ljúka við myndröðina fyrir andlát sitt.

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: