Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi og/eða rökstuddum ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015.
Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur.
Umsækjendur eru beðnir um að haga umsóknum í samræmi við reglur um Bæjarlistamann sem finna má hér. Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað á Bæjarskrifstofur Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes merkt: „Bæjarlistamaður 2015“ eða á netfangið soffia@seltjarnarnes.is fyrir 21. nóvember.