Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

10. bekkur Valhúsaskóla sýnir Aladdín 4. desember til styrktar Félagi nýrnasjúkra

2.12.2014

Nemendur í 10. bekk hafa undanfarna mánuði unnið hörðum höndum við uppsetningu leikritsins Aladdín undir leikstjórn Ragnheiðar Maísólar Sturludóttur. Leikritið fram frumsýnt á 1. des skemmtun árgangsins við góðar undirtektir. Alls koma 38 nemendur að verkinu og hafa þau alfarið séð sjálf um alla umgjörð leikritsins. Þau búa til búninga og leikmynd, semja dansa, hanna ljós og hljóðmynd, stýra annari tækni auk þess að leika og syngja. 

Fimmtudaginn 4. desember nk. ætla þessir duglegu krakkar að standa fyrir styrktarsýningu á leikritinu. Hópurinn hefur valið að styrkja Félag nýrnasjúkra en félagið safnar nú fyrir vatnshreinsitækjum sem eru nauðsynleg fyrir blóðskilunarvélar. Blóðskilun er mikilvæg meðferð við nýrnabilun á lokastigi. Hópurinn valdi að styrkja Félag nýrnasjúkra því málefnið stendur þeim nærri. Móðir einnar stúlku í hópnum er nýrnasjúk og vilja þau leggja allt sem þau geta af mörkum til að félagið geti sinnt vel þeim sem þurfa á þjónustu að halda. 

Styrktarsýningin verður haldin í Félagsheimili Seltjarnarness og hefst kl. 18:00 fimmtudaginn 4. desember. Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir 12 ára og eldri og 500 fyrir 12 ára og yngri.

Leiksýningin Aladdín
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: