Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Seltirningar velkomnir í sjónvarpssal í kvöld

5.12.2014

Lið Seltjarnarnesbæjar keppir við lið Akraness í spurningaþættinum Útsvari á RÚV í kvöld, föstudagskvöld, 5. desember. Seltirningar eru hvattir til að mæta í áhorfendasal sjónvarpsins og sýna liði Seltirninga stuðning. 


Áhorfendur í sal eiga að mæta kl. 19:50 í Útvarpshúsið við Efstaleiti. Lið Seltirninga er skipað þeim Karli Pétri Jónssyni ráðgjafa, Sögu Ómarsdóttur markaðsfulltrúa hjá Icelandair og Stefáni Eiríkssyni sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkur. Seltjarnarnesbær sendir liðinu baráttukveðjur og óskar þeim góðs gengis í viðureigninni. l
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: