Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Útborgun tómstundastyrkja

20.12.2016

Foreldrar barna á aldrinum 6 til 18 ára eru minntir á að skila inn umsóknum um tómstundstyrki fyrir börn sín sem stunda skipulagt tómstundastarf. Bent er á að árlega þarf að sækja um tómstundastyrki. 
Styrkurinn fyrnist um áramót. Ekki er hægt að sækja um ónýttan styrk frá fyrra ári. Árlegur hámarksstyrkur er kr. 50.000.-

Sjá nánar: Reglur og skilyrði um greiðslur tómstundastyrkja Seltjarnarnesbæjar

Þeir sem ekki hafa sótt um styrk fyrir árið 2016 eða ekki fengið greiddan fullan styrk fyrir það ár eru hvattir til að skila inn umsóknum fyrir 31. desember nk. Útborgun verður fyrir miðjan janúar.

Styrkurinn fyrnist um áramót. Ekki er hægt að sækja um ónýttan styrk frá fyrra ári.

Fyrir þau börn sem stunda íþróttir hjá Gróttu eða tónlistarnám hjá Tónlistarskóla Seltjarnarness þurfa ekki að skila inn staðfestingu á greiðslu/kvittun.

Umsóknareyðublað um tómstundastyrk hjá Seltjarnarnesbæ

Bent er á að árlega þarf að sækja um tómstundastyrki. 

Því miður hefur ekki tekist að koma umsóknun á rafrænt form en unnið er hörðum höndum að því að það klárist. Því verður sami háttur að vera fyrir tómstundastyrkina árið 2016 og hefur verið.


Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: