Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Seltjarnarness 2014
Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Seltjarnarness 2014 fer fram þriðjudaginn 24. febrúar 2015.
Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness óskar eftir ábendingum frá íbúum á Seltjarnarnesi um íþróttamann og íþróttakonu sem sýnt hefur framúrskarandi árangur í íþróttagrein sem fellur undir starfsemi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.
Upplýsingar um þann sem er tilnefndur til Íþróttamanns Seltjarnarness þurfa að vera ítarlegar og það helsta sem þarf að koma fram er:
- Nafn, kennitala, heimili og sími
- Hversu lengi viðkomandi hefur stundað íþróttina
- Ástundun og hversu mikið er æft
- Titlar eða árangur
- Félagslega hliðin
- Annað sem þið viljið koma á framfæri
Athugið að aðeins þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi eiga möguleika á að vera tilnefndir, óháð hvar íþróttin er stunduð.
Allar upplýsingar eða ábendingar skulu berast á tölvupóstfangið haukur@seltjarnarnes.isfyrir 3. febrúar.