Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Íbúafundur: Kynning á deiliskipulagi fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði 

27.2.2015

Íbúafundur - ValhúsahæðKynning deiliskipulags fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði verður þriðjudaginn 3. mars kl. 20:00 í Hátíðarsal Gróttu, íþróttamiðstöðinni Suðurströnd

Seltjarnanesbær hefur ákveðið að gera deiliskipulag fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði.  Innan deiliskipulagssvæðisins er strandsvæðið að norðan á milli Suðurstrandar og Lindarbrautar og að sunnan á milli Lindarbrautar og Fjósaklappar. 

Deiliskipulagssvæðið er samtals um 25 hektarar að stærð og að stærstum hluta til útivistarsvæði en innan þess er núverandi íbúðabyggð beggja vegna Kirkjubrautar og við Skólabraut og svæði fyrir þjónustustofnun umhverfis Seltjarnarneskirkju . 

Sveitarstjórn ber ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags. Landmótun og Argos vinna deiliskiplagið undir stjórn skipulagsyfirvalda Seltjarnarness. Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér það sem nú er framundan í skipulagi þessa svæðis

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: