Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Menningarveisla í Bókasafni Seltjarnarness: Öræfi - Lína langsokkur - Tónlistarparið Margrét og Birkir

2.3.2015

Fjölbreytt menningardagskrá verður í Bókasafni Seltjarnarness fyrstu vikuna í mars. 

Menningarveisla í mars 2015

Þriðjudag 3. mars kl. 19:30 – Öræfi með augum Sigurðar G. Valgeirssonar
Bókmenntagagnrýnandi Kiljunnar, Sigurður G. Valgeirsson, verður gestur Bókasafns Seltjarnarness á þriðjudagskvöldið og ræðir hina nýju bók Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson, sem færði honum Íslensku bókmenntaverðlaunin. 
Ekki er skilyrði að gestir hafa lesið bókina. Boðið verður upp á kaffi og með því. 
Allir velkomnir.

Miðvikudag 4. mars kl. 17:30 – Línu langsokks dagur
Aðdáendur Línu langsokks eru hvattir til að draga fram búninga eða dót sem tengjast sögunum um Línu en í Sögustund fyrir yngstu börnin miðvikudaginn 4. mars kl. 17:30 verður lesið úr Línubók. 
Börnin eru hvött til að mæta með einhverja muni eða búninga sem tengjast þessari hraustu og hugrökku ofurstelpu. 

Fimmtudag 5. mars kl. 17:30 – Tónlistarparið Margrét Rúnars og Birkir Rafn
Tónlistarparið Margrét Rúnarsdóttir og Birkir Rafn Gíslason leika og syngja eigin tónlist á Tónstöfum, samstarfsverkefni Tónlistarskóla Seltjarnarness og Bókasafnsins, fimmtudaginn 5. mars kl. 17:30. 
Margrét og Birkir hafa komið víða við á tónlistarferlinum. Margrét er söngkona, píanóleikari, texta- og lagahöfundur. Kunnust er hún fyrir söng sinn með hljómsveitunum Lifun og nú  Himbrimi. Margrét var tilnefnd sem söngkona ársins á Hlustendaverðlaunum útvarpsstöðva árið 2014. Birkir er kunnur gítarleikari og kennir nú við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Hann hefur samið leikhús-, kvikmynda- og danstónlist og starfað sem upptökustjóri. Hann hefur unnið með fjölda innlendra og erlendra listamanna og hljómsveitum og komið fram á stórum tónlistarhátíðum hér heima og erlendis. Birkir útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 2006 og gaf ári síðar út sólóplötuna Single Drop. 
Aðgangur á tónleikana er ókeypis. 

Gallerí Grótta
Í Gallerí Gróttu, sýningarsalnum við Bókasafnið, stendur yfir sýning Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur, Haugurinn, og er hún opin á opnunartíma bókasafnsins mánudaga - fimmtudaga frá kl. 10-19 og föstudaga 10-17. 
Aðgangur er ókeypis.
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: