Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

„Jákvæð samskipti – af hverju eru þau mikilvæg“

2.3.2015

Páll ÓlafssonÁ Opnu húsi í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 5. mars kl. 20:00-21:00 flytur Páll Ólafsson félagsráðgjafi erindi um jákvæð samskipti.

Páll, sem er félagsráðgjafi, sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu og fimm barna faðir, fjallar um það hvað einkennir góð samskipti foreldra og barna og hvernig við getum forðast  slæm samskipti. Páll verður með áhugaverðan en umfram allt skemmtilegan fyrirlestur um samskipti í fjölskyldum.

Allir eru velkomnir á þessa skemmtilegu kvöldstund og aðgangur er ókeypis.

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: