Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Tilkynning frá Gámaþjónustunni vegna sorphirðu

16.3.2015

Vegna veðurs og aðgengis að ílátum, þá náðum við ekki að klára að losa allar tunnur á Seltjarnarnesinu þessa vikuna. Við komum á mánudag og klárum allt saman. 

Það sem er eftir er Lindarbraut, Nesbali, Hofgarðar, Bollagarðar, Sefgarðar og Unnarbraut. Svo var töluvert um að ekki var hægt að komast inn í geymslur, fyrir helgi vegna þess að ekki var búið að moka frá tunnugerðum og tunnugeymslum, við eigum möguleika á að losa það á mánudaginn en við eigum ekki gott með að þurfa af fara tvisvar í hús. Við þær aðstæður eins og voru í vikunni er nauðsynlegt að íbúar moki frá geymslum og hafi aðgengið í lagi. 

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: