Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2015

19.3.2015

Seltjarnarnesbær vill ráða ungt fólk til sumarstarfa 18 ára og eldri (fædd 1997 og eldri). Um er að ræða almenn garðyrkjustörf, verkamannastörf, skapandi sumarstörf og ýmis afleysingastörf. Einnig er auglýst eftir ungmennum 20 ára og eldri (1995 og eldri) í störf flokkstjóra og leiðbeinenda. Opnað verður fyrir umsóknir um störf 19. mars.  

Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2015 - Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 12. apríl


Sækja um sumarstörf 2015 

_________________________________________________________________________________________________

Vinnuskóli 8. – 10. bekkur og 17 ára f. 1998.

Vinnutími Vinnuskóla verða 7 stundir á dag, 4 daga vikunnar fyrir umsækjendur sem fæddir eru 1998 og 1999.

Vinnutími verða 3,5 stundir á dag, 4 daga vikunnar fyrir umsækjendur sem fæddir eru 2000 og 2001.

Ekki er unnið á föstudögum. Vinnutímabil Vinnuskólans er frá 10. júní til 23. júlí.

Umsóknarfrestur er til 18. maí 2015
Vinnuskólinn verður settur 9. júní kl. 11:00 í Valhúsaskóla

Nánari upplýsingar um vinnuskóla 2015

Sækja um vinnuskóla 2015 

__________________________________________________________________________________________________

Sótt er um störfin á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar -   Ráðningavefur..  Nánari upplýsingar eru veittar á heimasíðu og í þjónustuveri Seltjarnarnesbæjar  í síma 5959 100.Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: