Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar
Aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar - tillaga til kynningar

Íbúafundur: Kynning tillögu á vinnslustigi að nýju aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar

16.4.2015

Íbúafundur 22. apríl 2015Boðað er til íbúafundar mivikudaginn 22. apríl kl. 17:30 í Hátíðarsal Gróttu við Suðurströnd.

Á íbúafundi 22. apríl verður kynnt tillaga að nýju aðalskipulagi á vinnslustigi. Tillagan er sett fram með

uppdráttum og greinargerð og er nú þegar aðgengileg í þjónustuveri og á heimasíðu bæjarins.


Óskað er eftir ábendingum um innihald tillögunnar meðan hún er enn á vinnslustigi og mun skipulagsnefnd vinna úr þeim áður en tillagan verður fullgerð og samþykkt til formlegrar auglýsingar.

Óskað er eftir því að ábendingar berist í síðasta lagi 5. maí á netfang bæjarins postur@seltjarnarnes.is
Aðalskipulag er eitt mikilvægasta stjórntækið sem hver sveitarstjórn hefur til að hafa áhrif á margvíslega þróun innan marka sveitarfélagsins til langs tíma. Aðalskipulag og endurskoðun þess er samstarfsverkefni kjörinna fulltrúa, embættismanna og íbúanna í bænum, enda kveða skipulagslög á um víðtækt samráð við íbúa.

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: