Dagur eldri borgarara
Fimmtudaginn 14. maí verður mikið um að vera hjá eldri bæjarbúum á Seltjarnarnesi, en dagurinn er Dagur eldri borgara. Útvarpsmessaverður í kirkjunni í tilefni uppstigningardags og eldri bæjarbúar opna sína árlegu handverkssýningu.
Kl. 11.00 hefst útvarpsmessa í kirkjunni. Sönghópur eldri bæjarbúa, gömlu meistararnir ásamt kór Mýrarhúsaskóla, litlu snillingarnir syngja. Þórey Dögg Jónsdóttir frá ellimálaráði Reykjavíkurprófastdæmis flytur hugvekju. Kaffiveitingar í boði safnaðarins.
Kl. 15.00 opnar handverkssýning í salnum á Skólabraut 3-5. Sýningin er árlegur viðburður í tómstundastarfi eldri bæjarbúa.
Á sýningunni verða munir sem unnir hafa verið á námskeiðum í leir og gleri, timburvinnu og bókbandi ásamt afrakstri handavinnukvenna.
Sýningin verður einnig opin föstudag og laugardag frá kl. 14.00 – 17.00.
Eins og venjulega verður sölubás á staðnum.
Kaffisala og vöfflur
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.