Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Styrktartónleikar í Félagsheimilinu

1.6.2015

BarnakórStór hópur tónlistarfólks kemur fram á styrktartónleikum sem Inga Björg Stefánsdóttir kórstjórnandi hefur skipulagt og fram fara í Félagsheimili Seltjarnarness miðvikudaginn 3. júní kl. 18. 

Kórarnir sem fram  koma eru Litlu snillingarnir, Gömlu meistararnir og Meistari Jakob en með þeim leika Eva Kolbrún Kolbeins og Þóra Birgit Bernódusdóttir. Einnig skjóta upp kollinum óvæntir gestasöngvarar. 

Frítt er inn á tónleikana og eru allir velkomnir. Peningasöfnun fer fram á staðnum en einnig er hægt að leggja málstaðnum lið með því að kaupa kakó og pönnukökur. 

Allt söfnunarfé rennur til Sumarbúða fatlaðra í Reykjadal.
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: