Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Klausturjurtir í Urtagarðinum í Nesi

5.8.2015

Hvað var ræktað í  klausturgörðum á Íslandi?

Plöntusýning og fyrirlestur fimmtudaginn  13. ágúst kl. 19:30 í sal Lyfjafræðisafnsins við Neströð á Seltjarnarnesi

Dagskrá:

Klausturjurtir á Íslandi:

Gengið verður í Urtagarðinn og opnuð sérstök sýning á tegundum og ættum plantna sem fundist hafa merki um við fornleifarannsóknir á klausturjörðum hér á landi. Þær rannsóknir hafa verið undir stjórn Dr. Steinunnar Kristjánsdóttur, fornleifafræðings, í samvinnu við hóp sérfræðinga.

Fyrirlestur:

Per Arvid Åsen, grasafræðingur hjá Byggðasafninu og grasagarðinum í Agder í Noregi flytur erindið:

"Floraen på middelalderlige islandske klosterlokaliteter og mulige gjenstående kulturreliktplanter"

Per Arvid Åsen flytur fyrirlestur um minjar sem hafa fundist um þekktar nytjaplöntur við forleifarannsóknir á íslenskum klaustrum. Sumar þeirra vaxa enn á Íslandi. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku en fyrirspurnir og umræður geta farið fram á íslensku eða ensku.

Fyrirlesturinn er á vegum stjórnar Urtagarðsins í Nesi og öllum opinn. Boðið verður upp á kaffi og myntute eftir garðagönguna.

Urtagarðurinn í Nesi er starfræktur í samvinnu milli Seltjarnarnesbæjar, Garðyrkjufélags Íslands, Embættis landlæknis, Læknafélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, Lyfjafræðisafnsins og Þjóðminjasafns Íslands. Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: