Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Bæjarhátíð Seltjarnarness 27. - 30. ágúst 2015

26.8.2015

Árleg bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 27. - 30. ágúst nk. Hvetjum Seltirninga til að taka dagana frá og skreyta hverfið sitt, hús og lóðir í viðeigandi hverfalit. 

Skemmtilegar hefðir eru að myndast í kringum hátíðina þar sem íbúar hverfa taka sig saman og standa fyrir sameiginlegum viðburðum í sínu hverfi meðan á hátíðinni stendur, svo sem vöfflukaffi, götugrilli og hverfisskemmtun fyrir ball. 

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og allir íbúar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal atriða má finna skemmtikvöld í félagsheimilinu, sundlaugarpartý, brekkusöng í Plútóbrekku, hjólreiðaferð, gönguferð, skokkferð, listasýningu, Gróttudaginn á Vivaldivellinum, hverfakeppni með ýmsum þrautum víðsvegar um bæinn og Stuðball á laugardagskvöldinu. Appelsínugul messa verður í Seltjarnarneskirkju á sunnudagsmorguninn. Frítt verður í sund á föstudeginum.  

Dagskrá verður dreift í öll hús á Seltjarnarnesi í vikunni fyrir hátíðarhöldin og  einnig verða tilkynningar á  facebook síðunni, Íbúar Seltjarnarnesi.

Fimmtudagurinn 27. ágúst

17:00                Gallerí Grótta – sýningaropnun Finnboga Péturssonar
                           
Finnbogi Pétursson sýnir tvívíð verk undir heitinu Sjólag.

18:00                 Frisbee-golf kennsla á Valhúsahæð
                           Haukur hjá frisbigolf.is mætir og verður með leiðsögn um nýjan völl á Valhúsahæð                                                                og  kennir nýjum iðkendum handtökin. Diskar verða á svæðinu.

21:00 - 23:30   Félagsheimilið – Jazzkvöld með Bógómíl Font ásamt Tómasi R. Einarssyni og hljómsveit
                            Tómas R. Einarsson er einn þekktasti lagasmiður í íslenskri jazztónlist og mun hann stíga                    á                             á stokk ásamt Bógómíl Font og hljómsveit og spila fram eftir kvöldi.
                            Miðaverð 2.000kr.- selt er við innganginn.

Föstudagurinn 28. ágúst

17:00 - 19:00   Sundlaug Seltjarnarness – Sundlaugarpartý
                            Skemmtidagskrá í lauginni fyrir fjölskylduna. Meðal annars  Zumbakennsla
                            og skemmtileg leiktæki fyrir krakkana. Frítt er í laugina allan daginn.

19:30 - 21:00    Brekkusöngur í Plútóbrekku
                             Fram koma ýmsir þekktir aðilar sem hafa verið áberandi í tónlistarlífi Seltjarnarness á                                                            síðustu árum.

Laugadagurinn 29. ágúst

09:00                  Hjólreiðatúr með Bjarna Torfa um Seltjarnarnesið
                             Bjarni Torfi er fullur af fróðleik um Seltjarnarnesið og mun hann miðla honum
                             áfram í stórskemmtilegum hjólreiðatúr
.

09:30                   Skemmtiskokk með Trimmklúbbi Seltjarnarness
                              TKS býður bæði upp á skemmtiskokk fyrir nýja hlaupara og einnig ferðir fyrir lengra komna.

10:00 - 13:00     Gróttudagurinn – Ýmsar þrautir víðsvegar um bæinn fyrir börn og fullorðna
                              Hverfisvegabréfum verður dreift á Vivaldivellinum. Íbúar fara um bæjarfélagið og
                              spreyta sig á þrautum og safna þannig stigum fyrir hverfin sín. Skila þarf inn
                              vegabréfi fyrir kl. 13. Dregið verður úr bréfum í hálflleik í leik Gróttu og Þórs.
                              Vegleg verðlaun og viðurkenning fyrir stigahæsta hverfið.

14:00 - 15:50     Grótta – Þór á Vivaldivellinum
                              
Mikilvægur leikur fyrir Gróttu í fallbaráttunni í 1. deildinni. Með sigri getur Grótta komið
                              sér úr fallsæti.

16:00 - 18:00      Frisbee-golfmót á Valhúsahæð
                               Spilaðar verða 9 holu einstaklingskeppni. Íslenska flatbakan veitir verðlaun.

17:00                    Söngur kranans dansverk á landfyllingunni við Norðurströnd
                               Hljóðverk tveggja byggingakrana er dans- og hljóðverk sem flutt verður á
                               á landfyllingunni við Norðurströnd, skammt frá hákarlaskúrnum.

23:00 - 02:30      Stuðball í Hertz-höllinni (Íþróttamiðstöð Seltjarnarness)
                               Hljómsveitin Mtade-In Sveitin með Hreim í fararbroddi er geggjuð ballhljómsveit.
                               Húsið opnar 23:00. Dj. Póló heldur uppi stuðinu þar til Made-In Sveitin
                               stígur á stokk kl 00:30. Miðaverð 2.500kr.- í forsölu hjá Perma Eðistorgi og 3.000kr.- í hurð

Sunnudagurinn 30. ágúst

11:00                     Appelsíngulmessa í Seltjarnarneskirkju
                               
Séra. Bjarni Bjarnason stendur fyrir appelsínugulri sunnudagsmessu.

Aðrir viðburðir

Opið alla helgina  Sýningarrými í Nes (áður fyrirhugað lækningaminjasafn) - Listería
13:00 - 17:00         Listería er samsýning listamannanna Finnboga Péturssonar, Ívars Valgarðssonar,  
                                  Kristins E. Hrafnssonar, Ragnars Axelssonar og Svövu Björnsdóttur. Þau sýna þar ný verk.

Opið alla helgina   Nesstofa
13:00 - 17:00         Áhersla er lögð á að sýna húsið, byggingar- og viðgerðasögu þess. Skemmtileg verkefni eru 
                                   í boði fyrir börn, fjölskyldur og frístundahópa.

Opið alla helgina Lyfjafræðisafnið
13:00 - 17:00       Í safninu eru til sýnis helstu tæki sem notuð hafa verið til lyfjagerðar öldum saman.Varningur í hverfalitum verður til sölu í Hagkaup og Byko.

Seltjarnarnes litað 2015

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: