Þing eldri borgara á Seltjarnarnesi
Þing eldri borgara á Seltjarnarnesi verður haldið í Félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 12. september nk. kl. 11:00-14:00
Þingið er haldið í framhaldi af íbúaþingi 28. mars sl. þar sem valinn var hópur til að undirbúa stofnun Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi (FebSel) sem síðan mun væntanlega beita sér fyrir stofnun Öldungaráðs Seltirninga í samræmi við fjölmargar óskir íbúaþingsins. Hér er um mikið hagsmunamál eldri borgara, eða þeirra sem orðnir eru 60 ára eða eldri, að ræða og því mikilvægt að þeir mæti á þingið.
Á fundinum verður kjörin fyrsta stjórn FebSel og þar með lagður grunnur að öflugu og jákvæðu starfi þessa fjölmenna og stækkandi hóps bæjarbúa.
Þingið verður haldið í Félagsheimili Seltjarnarness, hefst kl 11:00 og lýkur kl. 14:00. Boðið verður upp á kaffi og kleinur við opnun og í hádeginu verður boðið upp á súpu.
Allir borgarar á Seltjarnarnesi, 60 ára og eldri, eru hvattir til að mæta og taka höndum saman um þetta hagsmunamál sitt.
f.h. undirbúningsnefndar,
Haukur Björnsson.