Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Umferðatruflun við Nesveg

30.9.2015

Í októberbyrjun  verður hafist handa við að koma fyrir dælustöð á Elliðalóð við Nesveg. Dælustöðin sem er úr forsteyptum einingum verður sett í jörðu. Það mun taka um mánuð að ganga frá þessum hluta framkvæmdarinnar. í framhaldi og samhliða framkvæmd verður hafist handa við að koma fyrir þrýstilögn sem liggur frá dælustöðinni upp að Nesvegi og niður Sörlaskjólið. Þrýstilögn verður tengd við lagnir sem liggja í dælustöð í Faxaskjóli.

Í framhaldi verður fráveitulögn bæjarins tengd við dælustöð og lagnir frá henni tengdar í útrásarlögnina. Samhliða þessu verða endurnýjaðar raflagnir í Nesveginum frá Sæbóli að Sörlaskjóli. Á meðfylgjandi teikningu sést staðsetning dælustöðvar, ásamt þeim fráveitulögnum sem lagðar verða.

Íbúar við Nesveg og Suðurmýri kunna að verða fyrir óþægindum vegna framkvæmdanna þar sem lokað verður fyrir umferð tímabundið um hluta Nesvegar og henni beint um hjáleið í gegnum Suðurmýri.

Dælustöð við Nesveg

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: