Íbúafundur varðandi fyrirliggjandi tillögur að deiliskipulagi við Skólabraut.
Á kynningarfundi sem haldinn var 3. mars fyrr á þessu ári, var kynnt lýsing við gerð deiliskipulags fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði. Á þessum sama fundi komu fram áhyggjur íbúa varðandi bílastæðamál og gönguleiðir skólabarna um Skólabrautina.
Nú boðar bæjarstjóri á ný til fundar þar sem kynnt verða drög að lausnum á þeim vandamálum sem íbúar lýstu á fundinum þann 3. mars sl.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 7. október kl. 17:30 í Hátíðarsal Gróttu, Íþróttamiðstöðinni.
Umræðuefni:
- Bjarni Torfi Álfþórsson formaður Skipulags- og umferðarnefndar kynnir stöðu verkefnisins.
- Fulltrúar frá Landmótun og Argos kynna drög að deiliskipulagi.
Íbúar við Skólabraut eru hvattir til þess að mæta og kynna sér núverandi hugmyndir.
Fundarstjóri verður Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.