Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Eldfjallafræðingur – Einar Áskell - Amerískur djass – Taktur í 100 ár

29.10.2015

Þriðjudagur 3. nóvember kl. 19:30
Eldfjallafræðingurinn María Hólm verður aðalumræðuefni bókmenntaspjalls Bókasafns Seltjarnarness þriðjudaginn 3. nóvember, en María er aðalpersónan í skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur, Gæðakonur, sem kom út á síðasta ári. Í skáldsögunni kemur Steinunn að lesandanum úr óvæntri átt. Hún sýnir hér allar sínar bestu hliðar: ískrandi kaldhæðni, flugbeittur stíll, leiftrandi húmor og einstök innsýn í heim alls kyns ásta og erótíkur, eins og segir í kynningu frá útgefandi. Allir eru velkomnir í spjallið. 

Miðvikudagur 4. nóvember kl. 17:30
Í sögustundinni fyrir yngstu börnin verður sögð saga hins skemmtilega og uppátækjasama Einari Áskeli. En hér reynir hann að fá pabba sinn til að fá að leika sér með hin stórhættulegu verkfæri sem hann má helst ekki koma nálægt. Höfundur er Gunilla Bergström, en þýðingin er í höndum Sigrúnar Árnadóttur.

Fimmtudagur 5. nóvember kl. 17:30
Hinir snjöllu tónlistarmenn Ari Bragi Kárason trompetleikari og píanóleikarinn Anni Rorke spila ameríska standarda á fimmtudagssíðdegi í Bókasafninu. Ari Bragi er kunnur fyrir leik sinn en ásamt því að troða reglulega upp kennir hann við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Anni er menntuð í píanóleik frá Finnlandi en lærði djass píanóleik í Noregi. Hún hefur bæði kennt og leikið djass tónlist í Noregi, Englandi og á Íslandi.

Taktur í 100 ár – Sýningalok föstudaginn 6. nóvember kl. 17
Sýningin Taktur í 100 ár var opnunarviðburður á Menningarhátíð Seltjarnarness, en hún varpar ljósi á baráttusöngva kvenna síðustu 100 árin. Um hvað fjölluðu baráttusöngvar fyrir um liðlegri öld og hvernig hafa þeir þróast til dagsins í dag. Nemendur í Valhúsaskóla hönnuðu framtíðarklæðnað konunnar eftir 100 ár.  Valinn var einn klæðnaður  sem Sigurlaug Brynjúlfsdóttur hannaði og útfærði með hjálp kennara og fulltrúa úr félagsstarfi aldraðra. 
Sýningarstjóri er Sigurlaug Arnardóttir Kvenréttindabaráttan með augum nokkurra nemenda í Való var kynnt í myndum, texta- og hugmyndavinnu, ljóðum og bókverkum. Verkefnin voru öll unnin í samstarfi við sýningarstjóra, kennara og stjórnendur hátíðarinnar. 
Sýningin Taktur í 100 ár stendur til 6. nóvember 2015.
Sögustund á Bókasafni Seltjarnarness - Einar ÁskellBókmenntafélag Bókasafni Seltjarnarness - GæðakonurTónstafir á Bókasafni Seltjarnarness- Ari Bragi og Anni Rorke
Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: