Fréttir og útgefið efni

Á þessari síðu má finna tilkynningar og auglýsingar frá stofnunum bæjarins.

 

Tilkynningar

Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016

6.11.2015

Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi og/eða rökstuddum ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016.

Bæjarlistamaður Seltjarnarness skal vera reiðubúinn að vinna með menningarsviði bæjarins að því að efla áhuga á list og listsköpun á Seltjarnarnesi og taka þátt í viðburðum bæjarins með það að leiðarljósi. Í umsókninni skulu koma fram ítarlegar upplýsingar um náms- og starfsferil viðkomandi og hugmyndir um á hvern hátt nýta eigi styrkinn við listsköpun. Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur að upphæð einni milljón króna. 

Umsækjendur eru beðnir um að haga umsóknum í samræmivið reglur um Bæjarlistamann sem finna má á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is.

Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað á Bæjarskrifstofur

Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi merkt: „Bæjarlistamaður 2016“ eða á netfangið

soffia.karlsdottir@seltjarnarnes.is fyrir 25. nóvember. 

Menningarnefnd Seltjarnarness

Senda grein

Fara í tilkynningar


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: