Tilkynningar
Frá Þjónustumiðstöð Seltjarnarnesbæjar vegna snjómoksturs:
Ágætu íbúar.
Seltjarnarnesbær hefur ávallt kappkostað að snjóruðningur á vegum og göngustígum ásamt söndun og söltun sé til fyrirmyndar. Um helgina brast á með allmikilli snjókomu og frosti en svo illa vildi til að bæði minni snjóruðningstækin, sem notuð eru til að ryðja gangstéttar, biluðu í síðustu viku og því reyndist ekki unnt að ryðja stígana sem skyldi. Von er á báðum vélunum úr viðgerð í dag og verður þá hafist handa við snjóruðning á stígum.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta ástand hefur valdið íbúum.
Virðingarfyllst,
Gísli Hermannsson. sviðstjóri umhverfissviðs
gisli.hermannsson@seltjarnarnes.is